Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Vesturbyggð - Heimild áheyrnarfulltrúa í skólanefnd til að hlýða á trúnaðarmál

Fræðslunefnd Vesturbyggðar
5. maí 1999
99040046

Hilmar Össurarson, formaður 1001

Kollsvík

451 Patreksfjörður

 

Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 19. apríl 1999, þar sem óskað er eftir svari ráðuneytisins við því hvort áheyrnarfulltrúum í skólanefnd, þ.e. fulltrúum foreldra, kennara og skólastjóra, sé heimilt að sitja fundi fræðslunefndar þegar fjallað er um trúnaðarmál, þ.e. mál sem færð eru til bókar í einkamálabók.

Framangreindir áheyrnarfulltrúar eiga lögbundinn rétt til setu í skólanefnd grunnskóla á grundvelli 4. mgr. 13. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995. Þegar fræðslunefndin í Vesturbyggð fjallar um mál sem varða grunnskólann eiga þessir fulltrúar því rétt á að sitja fundi nefndarinnar. Í lögum um grunnskóla eða IV. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 er ekki að finna ákvæði sem takmarka rétt þessara fulltrúa til að sitja fundina. Af þeim sökum verður að telja að þó fjallað sé um trúnaðarmál í nefndinni eigi þessir fulltrúar rétt á að sitja fundi nefndarinnar. Rétt er hins vegar að leggja áherslu á að áheyrnarfulltrúar skulu með sama hætti og kjörnir fulltrúar í nefndinni gæta þagnarskyldu um það sem leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls á grundvelli 32. gr., sbr. 2. mgr. 47. gr. sveitarstjórnarlaga.

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum